_BAG0491-Edit-3.jpg

Ég heiti Brynjar Ágústsson og byrjaði að taka myndir 1984 þar sem ég notaðist við gömlu góðu filmuna. Ferðaðist þá mikið um landið í tengslum við björgunarsveitastarf sem ég var í og tók mikið af landslagsmyndum. Lagði svo myndavélinni þangað til árið 2001 þegar ég fjárfesti í stafrænni vél. Fór aftur í landslagsmyndatökur panorama.is og svo síðan í víkingamyndatökur í tengslum við sérverkefni. Alla tíð hefur þetta verið mitt aukastarf en undanfarið hefur þetta orðið mun meira umfangs. Nú í seinni tíð hef ég tekið að mér eiginlega allar tilfallandi myndatökur, í stúdíói og úti við. 

Undanfarin tólf ár hef ég verið í sambúð með Steinunni Ingu Óttarsdóttur bókmenntafræðingi sem hefur ferðast með mér um allt land þar sem við höfum tvinnað saman sumarfríi, útivist og landslagsljósmyndun. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr slíkum ferðum og aðrar frá hinum ýmsu myndatökum.


Brynjar Ágústsson - Laugavegur 178 - 105 Reykjavík - Sími 6604403